Líflegar stjórnmálaumræður í FS
Fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga komu saman á pallborðsumræðum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í morgun.
Þar kynntu flokkarnir stefnu sína á tveimur sviðum, málefnum innflytjenda og þróunaraðstoð.
Helga Sigrún Harðardóttir, talaði fyrir hönd Framsóknarmanna, en svo skemmtilega vill til að hún gegndi embætti formanns nemendafélagsins á árum sínum í FS. Magnús Þór Hafsteinsson mælti fyrir Frjálslynda, Róbert Marshall fyrir Samfylkingu, Atli Gíslason fyrir Vinstri/Græna og Kjartan Ólafsson fyrir Sjálfstæðisflokk.
Logi Bergmann Eiðsson stýrði fundi af mikill röggsemi og var setið í hverju sæti í sal skólans. Frambjóðendur skýrðu sitt mál og svöruðu spurningum hvors annars sem og utan úr sal og voru væntanlegir kjósendur eflaust nokkru fróðari um þá valkosti sem bjóðast í kjörklefanum.
Vf-myndir/Þorgils