Lífið gengur sinn vanagang með eldgos í bakgarðinum
Lífið gengur sinn vanagang í Grindavík þó svo eldgos hafi mallað í bakgarðinum í næstum fimm mánuði. Gosið í Fagradalsfjalli hefur verið líflegt síðustu daga og þá er það meira áberandi þegar næturhimininn lýsist upp af glóandi hrauninu núna þegar ágústnóttin er orðin dimm. Myndin var tekin við Grindavíkurhöfn á miðnætti síðastliðið laugardagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson