Atnorth
Atnorth

Fréttir

Lífeyrissjóður Vesturlands sameinast Lífeyrissjóði Suðurlands
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 11:56

Lífeyrissjóður Vesturlands sameinast Lífeyrissjóði Suðurlands

Á ársfundi Lífeyrissjóðs Vesturlands, sem haldinn var 16. maí 2006, var samþykktur samrunasamningur um sameiningu Lífeyrissjóðs Vesturlands og Lífeyrissjóðs Suðurlands. Tillaga sama efnis liggur einnig fyrir ársfundi Lífeyrissjóðs Suðurlands sem haldinn verður 31. maí n.k. Gert er ráð fyrir að stofnfundur hins sameinaða sjóðs verði haldinn á Akranesi 19. júní n.k.

Aðalskrifstofa sameinaðs sjóðs mun verða í Reykjanesbæ, en skrifstofan á Akranesi mun starfa áfram að þjónustu við sjóðfélaga og launagreiðendur á Vesturlandi. Heildareignir sjóðsins verða rúmlega 40 milljarðar króna og greiðandi sjóðfélagar tæplega níu þúsund.

Megintilgangur sameiningar sjóðanna er að ná frekari hagræðingu í rekstri og auka áhættudreifingu og þar með getu til að standa við lífeyrisskuldbindingar. Gylfi Jónasson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Vesturlands undanfarin sex ár en tók við sama starfi hjá Lífeyrissjóði Suðurlands fyrir nokkru, mun verða framkvæmdastjóri sameinaðs sjóðs.
Bílakjarninn
Bílakjarninn