Lífeyrissjóðirnir hefja áreiðanleikakönnun vegna kaupa á hlut í HS Orku
Viðræðunefndin, sem hópur lífeyrissjóða skipaði til viðræðna við Magma Energy um möguleg kaup sjóðanna á fjórðungshlut í HS Orku, hefur ákveðið að stíga næsta skref í viðræðuferlinu og hefja áreiðanleikakönnun á orkufyrirtækinu.
Aðilar hafa komið sér saman um útlínur mögulegra viðskipta og helstu skilmála. Verði af fjárfestingu lífeyrissjóðanna í HS Orku er gert ráð fyrir að greiddir verði um 8,06 milljarðar króna fyrir fjórðungs hlut, sem er sama verð og seljandi greiddi fyrir
hlutinn. Þá hefur seljandi ennfremur boðið sjóðunum að auka hlut sinn í HS Orku í 33,4 prósent með kaupum á ny´jum hlutum í HS Orku fyrir 10. febrúar 2012. Áætlað kaupverð hinna ny´ju hluta er um 4,7 milljarðar króna.
Aðilar eru sammála um að verði af fjárfestingunni verði lífeyrissjóðunum tryggð rík minnihlutavernd með setu fulltrúa lífeyrissjóðanna í stjórn HS Orku og formlegri aðkomu að öllum meiriháttar ákvörðunum á vegum félagsins. Þeir skilmálar eru
háðir því að eignarhlutur kaupenda verði ekki lægri en 22,5% í fyrirtækinu.
Hugsanleg fjárfesting lífeyrissjóðanna á hlut í HS Orku er háð y´msum frekari skilyrðum, þar á meðal áreiðanleikakönnun, sem nú er hafin, sem og endanlegri ákvörðun stjórna lífeyrissjóðanna. Áætlað er að ákvörðun um fjárfestinguna liggi fyrir í maí.