Lifandi hænum hent í ruslið
Starfsmönnum sorphreinsunarfyrirtækisins Njarðtaks í Reykjanesbæ brá heldur betur í brún í morgun þegar þeir tóku sorp frá einu fyrirtæki í Keflavík. Lifandi hænur flugu úr sorpgámnum og inn í ruslabílinn.Starfsmaður ruslabílsins sá hænurnar í eftirlitsmyndavél á bílnum. Atvikið var tilkynnt til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja en þetta mun ekki vera í fyrsta skiptið sem atvik sem þetta gerist hjá viðkomandi fyrirtæki í Keflavík.