Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líf og fjör í Njarðvíkurhöfn í sumar
Fimmtudagur 7. apríl 2011 kl. 12:02

Líf og fjör í Njarðvíkurhöfn í sumar

Íslenska Makrílveiðifélagið hefur gert samning við Saltver í Njarðvíkunum um samstarf í vinnslu og frystingu á krókaveiddum makríl í sumar. Lúðvík Börkur Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenska Makrílveiðifélagsins, sagðist reikna með að 5 skip muni veiða makríl fyrir vinnsluna í sumar, en félagið á sjálft eitt skip til veiðanna Blíðu SH 277 sem veiddi liðlega 60% af öllum þeim krókaveidda makríl sem fékkst síðastliðið sumar.

Veiðar hefjast í júní og er áætlað að vertíðin verði fram í ágúst. Þetta mun því kveikja mikið líf í Njarðvíkurhöfn en lítið sem engin umferð hefur verið þar síðustu árin.

„Mikilvægur lærdómur fékkst við veiðarnar, vinnsluna og markaðssetningu afurðanna síðasta sumar. Íslenska Markrílveiðifélagið er þegar búið að fjárfesta fyrir tugi milljóna í verkefninu, bæði í vélbúnaði og markaðsmálum.“ sagði Börkur. Börkur segir að hinir 4 bátarnir verði viðskiptabátar hjá félaginu en þó þannig að þeim verði skaffaður ýmis búnaður sem þarf til veiðanna. Hver viðskiptabátur þurfi þó að fjárfesta talsvert í föstum búnaði. Enn vantar einn viðskiptabát til veiðanna.

„Síðan erum við að leita að vönum framleiðslustjóra sem getur séð um vinnsluna og ráðið starfsfólk, en við reiknum með að þurfa u.þ.b. um 20 manns í vinnsluna,“ segir Lúðvík Börkur Jónsson í samtali við Víkurfréttir.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024