Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 8. maí 2002 kl. 19:37

Liðsstyrkur til Lögreglunar væntanlegur

Nú á næstu dögum mun bætast mikill liðsstyrkur til lögreglunar í Keflavík. Um er að ræða tvo nýja og öfluga bíla, annan af gerðinni Volvo S80 frá Brimborg og einnig nýjan Hyundai Trajet smájeppa frá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum. Báðir þessir bílar eru mjög kraftmiklir, en Volvo bifreiðin er talin vera sú öruggasta í heiminum í dag.Það er nokkuð ljóst að lögreglunni veitir ekki af öllum þeim vélarkrafti sem hún getur fengið miðað við hraðakstur ökumanna að undanförnu í umdæmi lögreglunar. Bílarnir eru væntanlegir á næstu dögum og munu þeir koma í stað eldri Opelsins og Subaru bifreiðarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024