Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líðan Hugins fer batnandi
Sunnudagur 19. júní 2005 kl. 16:15

Líðan Hugins fer batnandi

Huginn Heiðar Guðmundsson, 7 mánaða gamall drengur frá Reykjanesbæ, gekk undir lifrarskiptiaðgerð í Pittsburgh, Bandaríkjunum fyrir mánuði. Aðgerðin gekk vel en hann hefur frá fæðingu verið veikur vegna risafrumulifrarbólgu sjúkdóms. Græða þurfti hluta af lifur móður hans, Fjólu Ævarsdóttur, í Hugin þar sem hentug gjafalifur fannst ekki.

Eftir nokkra erfiða daga virðist allt á uppleið hjá Hugin. En mikill vökvi hefur safnast í líkama hans og í vikunni jókst vökvinn um 50% og var kviðurinn orðin 49 sm. Hann hafði að þessum sökum átt erfiðara með að anda og auka þurfti vægi öndunarvélarinnar.

Til að hjálpa Hugin við að losa sig við þennan vökva hafa verið sett í hann dren. Nú virðist sem hlutirnir séu að mjakast í rétta átt og nú um helgina var vægi öndunarvélarinnar lækkað töluvert og hefur það ekki verið svo lágt áður.

Þess má geta að stuðningsmenn Fjólu og Guðmundar hafa stofnað styrktarreikning í nafni Hugins þar sem þeir sem vilja styrkja þau í baráttunni geta lagt sitt af mörkum. Númer reikningsins er: 1109-05-449090, kt: 181104-3090.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024