Lið aldarinnar valið af KKÍ
Um síðustu helgi valdi KKÍ lið aldarinnar og áttum við Suðurnesjamenn þrjá í byrjunarliði karla, Jón Kr. Gíslason, Val Ingimundarson og Teit Örlygsson og Grindvíkingurinn Guðmundur Bragason vermdi bekkinn. Sárt saknaði ég þeirra Gunnars Þorðvarðarsonar og Guðjóns Skúlasonar en vil ekki kasta rýrð á þá leikmenn sem valdir voru með frekari grát um það mál. Aðstoðarþjálfari aldarinnar var valinn Friðrik Ingi Rúnarsson, núverandi landsliðsþjálfari, og varð hann meðhjálpari Eldhestsins, Einars Bollasonar sem taldist hafa þjálfað alla leikmenn aldarinnar nema Þorstein Hallgrímsson, ÍR-ing, sem mætti kalla Albert Guðmundsson körfuknattleiksins. Ekki áttum við neitt í dómurum aldarinnar en ég held að allir fyrrverandi og núverandi körfuknattleiksmenn hafi glaðst með Jóni Otta Ólafssyni sem varð heiðursins aðnjótandi.
Anna María leikmaður aldarinnar
Í kvennaboltanum stóðu keflvísku stúlkurnar sig frábærlega og Anna María Sveinsdóttir hampaði titlinum leikmaður aldarinnar. Auk hennar var Björg Hafsteinsdóttir í byrjunarliði kvenna og þær stöllur, Erla Reynisdóttir og Erla Þorsteinsdóttir, komust einnig í 10 manna hópinn. Þá var Alda Leif Jónsdóttir, fyrrum Keflvíkingur, í kvennaliði aldarinnar en hún leikur þetta árið í Danmörku.
Anna María leikmaður aldarinnar
Í kvennaboltanum stóðu keflvísku stúlkurnar sig frábærlega og Anna María Sveinsdóttir hampaði titlinum leikmaður aldarinnar. Auk hennar var Björg Hafsteinsdóttir í byrjunarliði kvenna og þær stöllur, Erla Reynisdóttir og Erla Þorsteinsdóttir, komust einnig í 10 manna hópinn. Þá var Alda Leif Jónsdóttir, fyrrum Keflvíkingur, í kvennaliði aldarinnar en hún leikur þetta árið í Danmörku.