Leyst úr málum á faglegan og fumlausan hátt í Suðurnesjabæ
„Það hefur mikið mætt á starfsmönnum Suðurnesjabæjar að leysa úr fjölmörgum málum sem uppi hafa verið þessa dagana. Suðurnesjabær býr einstaklega vel að frábæru og hæfu starfsfólki sem hefur leyst úr málum á faglegan og fumlausan hátt,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar frá síðasta fundi.
Þá segir: „Einstakir starfsmenn og verktakar hafa unnið að þessum málum dag sem nótt, á virkum dögum sem helgardögum og lagt allt sitt í verkefnið. Enda hefur allt gengið eins vel og aðstæður hafa boðið og rúmlega það. Starfsmenn Suðurnesjabæjar og verktakar sem hafa starfað með þeim fá sérstakar þakkir fyrir frábæra frammistöðu og einstaklega vel unnin verk. Jafnframt fá íbúar þakkir fyrir þátttöku og sitt framlag við lausnir mála. Loks þakkar bæjarráð viðbragðsaðilum almannavarna, veitufyrirtækjum og verktökum þeirra fyrir vel unnin verk og frábæra frammistöðu við krefjandi aðstæður.“