Leysir 50 ára gamalt tæki af hólmi
Nýtt snjóruðningstæki hefur verið tekið í notkun hjá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli en það leysir af hólmi 50 ára gamalt tæki sömu tegundar. Þetta er fyrsta endurnýjunin í tækjaflotanum í áraraðir en meðalaldur tækjanna er um 22 ár. Þrjú tækjanna eru orðin 48 ára gömul en alls starfrækir Flugvallarþjónustudeildin 35 sérhæfð tæki sem er vel við haldið af starfsmönnum deildarinnar. Þeir fögnuðu komu nýja tækisins nú í byrjun vikunnar og segir nánar frá því í vefsjónvarpinu hér síðunni.