Leysingavatn flæddi inn á gistiheimili í Njarðvík
Bolafljót stíflaðist í leysingunum í morgun og flæddi að gistiheimilinu Fit sem stendur neðan við Grænásinn. Leysingavatn flæddi um túnið neðan við Bolafótinn en verktaki var fljótlega mættur á staðinn með gröfu og öfluga dælu til að vinna á leysingavatninu.
Lögreglu var ekki kunnugt um málið nú fyrir stundu þegar Víkurfréttir höfðu samband. Gistiheimilið var umflotið vatni fyrr í dag og flæddi vatn inn á skrifstofur og fimm herbergi.
Matsmaður frá tryggingu er að koma á svæðið en ekki er ljóst hversu mikið tjón hefur orðið. Þó var ljóst að parket var stórskemmt.
Mynd: Frá gistiheimilinu Fit fyrr í dag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi