Leyniskytta lætur ekki sjá sig
,,Þær upplýsingar sem okkur bárust reyndust ekki á rökum reistar. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til og sá viðbúnaður sem við höfðum leiddi ekki til handtöku þess sem þarna mun hafa verið að verki," segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri. Sú saga sem Þórir vísar til segir að á fimmtudeginum hafi sést til einnar af leyniskyttunum þremur sem myrtu Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu á miðvikudaginn.Sá gengur undir dulnefninu Borek Krojez. Hann er sá eini sem enn gengur laus og var hann þá á flugvellinum í Serbíu. Á hann að hafa verið með flugmiða til Íslands.
,,Upplýsingar sem okkur berast þurfa ekki að vera áreiðanlegar en við verðum engu að síður að bregðast við," segir Þórir. Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli tekur í sama streng, segir allt þetta orðum aukið og úr viðbúnaði hafi nú verið dregið. Hann neitar því þó ekki að talsvert hafi verið við haft á fimmtudag. ,,Þá var tekið upp aukið landamæraeftirlit í tengslum við innra eftirlit Shengen."
,,Eins og þetta snýr að þessum flutningsaðilum þá er þetta lögreglumál og við verðum ekkert varir við þetta. Við fengum að vita á miðvikudag að það væri hert vegabréfaeftirlit við allar komur," segir Ólafur Hauksson upplýsingafulltrúi Iceland Express.
Vísir.is/Fréttablaðið greina frá í morgun.
,,Upplýsingar sem okkur berast þurfa ekki að vera áreiðanlegar en við verðum engu að síður að bregðast við," segir Þórir. Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli tekur í sama streng, segir allt þetta orðum aukið og úr viðbúnaði hafi nú verið dregið. Hann neitar því þó ekki að talsvert hafi verið við haft á fimmtudag. ,,Þá var tekið upp aukið landamæraeftirlit í tengslum við innra eftirlit Shengen."
,,Eins og þetta snýr að þessum flutningsaðilum þá er þetta lögreglumál og við verðum ekkert varir við þetta. Við fengum að vita á miðvikudag að það væri hert vegabréfaeftirlit við allar komur," segir Ólafur Hauksson upplýsingafulltrúi Iceland Express.
Vísir.is/Fréttablaðið greina frá í morgun.