Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leyndinni ekki aflétt
Fimmtudagur 10. júlí 2003 kl. 12:32

Leyndinni ekki aflétt

Leynd varnarliðsviðræðnanna verður ekki aflétt, þrátt fyrir umleitanir stjórnarandstæðinga þess efnis. Þetta kom fram eftir fund utanríkismálanefndar í gær, þar sem nefndin var upplýst um gang viðræðna Bandaríkjamanna og Íslendinga um veru varnarliðsins á landinu. "Það er í sjálfu sér ekki mikil hreyfing í málinu en það skýrist vonandi fljótlega. Það eru uppi samskipti landanna um þessi mál en enginn formlegur fundur hefur verið ákveðinn," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að afloknum fundi nefndarinnar. Halldór sagði ekki fært að aflétta trúnaði á varnarliðsviðræðunum.

"Þess var óskað en það er ekki hægt. Við leggjum ríka áherslu á að trúnaðinum verði viðhaldið. Trúnaður er aldrei til trafala, en það er hins vegar til trafala þegar trúnaður heldur ekki og það hefur valdið óþægindum í utanríkisráðuneytinu. Það þýðir að við munum gæta enn meiri varkárni í þeim málum í framtíðinni."

Að sögn Halldórs snýst varnarliðsmálið einnig um skuldbindingar Íslendinga gagnvart Nató.

"Við munum ræða þetta mál gagnvart Atlantshafsbandalaginu, vegna þess að við höfum skuldbindingar gagnvart bandalaginu sem byggja meðal annars á varnarsamningnum."

Fréttablaðið greinir frá í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024