Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leyndardómsfull tónlistarhátíð við Kleifarvatn
Þriðjudagur 19. apríl 2016 kl. 15:28

Leyndardómsfull tónlistarhátíð við Kleifarvatn

Talsverð leynd ríkir yfir tónlistarhátíð sem haldin verður við Kleifarvatn þann 4. júní. Hátíðin mun heita TAKTFAKT og þar munu víst margir helstu raftónlistarmenn landsins koma saman.

Í kynningu segir að leita þurfti sérstaklega að staðsetningunni enda hafi fáir séð staðinn með berum augum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hátíðin mun standa yfir í 12 tíma þar sem boðið verður upp á tónlist og einhverjar kræsingar. Þeir sem standa fyrir hátíðinni tala um staðsetningu sem „Area 51“ Íslands, en þar er vísað til svæðis Bandaríkjahers þar sem talið er að geimverur séu m.a. staðsettar.

Þeir sem fram koma eru:

K-Hand

GusGus

Exos

Hunk Of A Man

Thor

OHM

Áskell

Octal Industries

Orang Volante

LaFontaine

Hidden People

ThizOne

NonniMal

mr.Cold