Leyfilegt að kaupa meira áfengi í Fríhöfninni
Nú voru að ganga í gegn lög sem gera flugfarþegum sem eiga leið um Leifstöð kleift að kaupa meira magn af áfengi en áður.
Frumvarp til breytinga á tollalögum var samþykkt á Alþingi 21. júní síðastliðinn og tóku svo gildi í dag eftir birtingu í Stjórnartíðindum. Engin breyting mun vera á magni tóbaks sem leyfilegt er að versla og má enn koma með 200 vindlinga eða 250 gr af öðru tóbaki í gegnum tollinn.
Áður mátti, sem dæmi, koma með tollfrjálst 1 lítra af sterku áfengi og 1 lítra af léttvíni. Nú má bæta við það 6 lítrum af bjór.
Með nýju lögunum má koma með eftirfarandi magn af áfengi til landsins:
1 lítra af sterku áfengi, 1 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór.
Eða
3 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór.
Eða
1 lítra af sterku áfengi og 9 lítra af bjór.
Eða
1,5 lítra af léttvíni og 9 lítra af bjór.
Eða
12 lítra af bjór.