Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leyfilegt að frelsa geirvörtuna í Reykjanesbæ
Mánudagur 16. janúar 2017 kl. 16:10

Leyfilegt að frelsa geirvörtuna í Reykjanesbæ

Baðgestur breytti viðhorfi starfsfólks

Kvenkyns sundlaugagestum er ekki meinað að vera berum að ofan frekar en karlkyns sundlaugagestum í sundlaugum Reykjanesbæjar. Reglur eru þó í gildi um viðurkenndan sundfatnað, að sögn Hafsteins Ingibergssonar forstöðumanns sundlauga Reykjanesbæjar. Um helgina vöknuðu heitar umræður um málið eftir að konu hafði verið vísað úr laug á Akranesi þar sem hún var aðeins í sundbuxum.

Hafsteinn segir viðhorfið hafa breyst hjá yfirstjórn og starfsfólki sl. sumar þegar kvenkyns sundlaugagestur kom ber að ofan í sundlaugina en var góðfúslega bent á að þetta væri bannað. Gesturinn hafi hins vegar svarað því til að sú regla væri hvergi sjáanleg á staðnum og því væri ekki hægt að banna henni að vera berri að ofan. „Við höfum ekki staðið í vegi fyrir því síðan og leyfum sundlaugagestum að vera eingöngu í viðurkenndum sundbuxum, af hvaða kyni sem þeir eru.“ 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024