Leyfi veitt að nýju fyrir niðurrennslislögn
HS-orka hf sótti um framkvæmdaleyfi að nýju til að leggja niðurrennslislögn frá orkuverinu í Svartsengi að niðurrennslisholum í Skipsstígshrauni.
Grindavíkurbær hafði áður veitt leyfi fyrir framkvæmdinni en það er fallið úr gildi þar sem að framkvæmdin hófst ekki innan tilskilins tíma. Greinargerð vegna niðurrennslislagnarinnar er lögð fram unnin af VSÓ ráðgjöf dags. október 2011.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt skv. 1. mgr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindið var samþykkt samhljóða í Bæjarstjórn Grindavíkur.