Létu greipar sópa í geymslum í Grindavík
	Brotist var inn í allar geymslur fjölbýlishúss í Grindavík um helgina. Voru læsingar brotnar upp á þeim geymslum sem höfðu verið læstar. Hinir óboðnu gestir rótuðu til og höfðu á brott með sér lítlis háttar af áfengi. Einnig höfðu þjófarnir á brott með sér borvél og skrúfvél.
	
	Við athugun lögreglunnar á Suðurnesjum kom í ljós að einnig hafði verið brotist inn í tvær geymslur í nágrenninu og þaðan stolið leikjatölvum, golfsetti og tölvuskjá. Málið er í rannsókn.
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				