Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Létu greipar sópa í Fríhöfninni
Föstudagur 16. desember 2016 kl. 10:26

Létu greipar sópa í Fríhöfninni

- Stálu ilmvötnum og ferðahátalara

Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar höfðu á dögunum afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum vegna þjófnaðar á ilmvötnum. Mennirnir voru stöðvaðir í grænu hliði og reyndust þeir vera með ilmvatnsbirgðir, að verðmæti langt umfram það sem leyfilegt er að koma með til landsins. Tollverðir haldlögðu því umfram varninginn.

Daginn eftir birtust þeir aftur í flugstöðinni, þá á leið úr landi. Tollverðir ákváðu að kanna með mennina og við heimilaða leit í farangri þeirra fundust tólf ilmvatnsglös að verðmæti tæplega 150 þúsund krónur og BOSE bluetooth ferðahátalari að andvirði  tæplega 35 þúsund krónur. Í ljós kom að mennirnir höfðu látið greipar sópa í fríhöfninni og var málið kært til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024