Léttskýjað sunnantil
				
				
Veðurstofan gerir ráð fyrri norðvestan 13-18 m/s á Austfjörðum fram eftir degi, annars mun hægari norðanátt. Él á Norður- og Austurlandi, en víða léttskýjað sunnan- og vestanlands. Kólnandi, frost 5 til 10 stig síðdegis. Snýst í suðaustan 5-10 m/s með dálítilli snjókomu vestantil á landinu í kvöld. Beytileg átt 3-8 og él á víð og dreif norðan- og vestantil á morgun, en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				