Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað sunnan- og vestantil í dag
Föstudagur 11. mars 2005 kl. 08:50

Léttskýjað sunnan- og vestantil í dag

Klukkan 06:00 í morgun var norðvestlæg átt, 10-18 m/s allra austast en annars mun hægari. Stöku él við norðausturströndina, en annars víða léttskýjað. Kaldast var 8 stiga frost inn til landsins, en hlýjast þriggja stiga hiti á Garðskagavita.

Á sunnanverðu Grænlandshafi er 1030 mb hæð sem teygir sig suðaustur til Írlands, en milli Jan Mayen og Noregs er 984 mb lægð sem þokast suður.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðvestan 10-18 m/s á austanverðu landinu og dálítil él norðaustantil en mun hægari vestantil. Léttskýjað sunnan- og vestantil. Dregur heldur úr vindi austantil síðdegis. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðantil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024