Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað og kalt
Mánudagur 27. október 2008 kl. 09:14

Léttskýjað og kalt

Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en hægviðri í kvöld. Sunnan 8-13 og dálítil él fyrir hádegi á morgun, en slydda eða snjókoma síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en víða talsvert næturfrost. Hlánar smám saman á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Norðaustan og norðan 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku él norðan- og austanlands, en léttir til sunnan- og vestantil. Hiti kringum frostmark, en 2 til 8 stiga frost í innsveitum.

Á fimmtudag:
Hægviðri framan af og víða bjartviðri, en síðan vaxandi suðvestanátt og þykknar upp vestantil. Frostlaust við ströndina, en annars frost.

Á föstudag:
Suðvestanátt, víða 10-15 m/s með rigningu, en þurrt og bjart á köflum austanlands. Hiti 3 til 8 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Vestlæg átt með skúrum eða slydduéljum vestantil á landinu, en þurrt austanlands. Kólnar heldur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024