Léttskýjað og kalt
Klukkan 6 var N-læg átt, 13-18 m/s við austurströndina og víða 5-13 annars staðar, en hægari vindur á N-landi. Léttskýjað og hiti frá 1 stigi í Vestmannaeyjum niður í 18 stiga frost á Þingvöllum.
Veðurhorfur við Faxflóa til kl. 18 á morgun:
Austan 3-8 og léttskýjað. Frost 4 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðvestan 8-13 m/s og stöku él austast á landinu í dag. Annars austan og norðaustan 3-8 og léttskýjað, en hætt við éljum með suðurströndinni. Frost um allt land, mest 10 til 15 stig í innsveitum.
Mynd: Dagrenning við Fitjar í morgun.
Ljósm: Ellert Grétarsson.