Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað og hlýtt
Miðvikudagur 11. júní 2008 kl. 09:17

Léttskýjað og hlýtt

Faxaflói: Vestlæg átt, 3-5 m/s, en norðvestan 5-8 í kvöld. Léttir víða til fyrir hádegi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast í uppsveitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag og laugardag:
Hægviðri eða hafgola og víða bjartviðri, en síðdegisskúrir suðaustanlands og hætt við þokulofti við norðurströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum.
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, og skýjað við vesturströndina og súld með köflum. Víða léttskýjað annars staðar. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austantil.
Á mánudag:
Gengur í nokkuð hvassa austanátt með einhverri vætu í flestum landshlutum. Áfram fremur milt.
Á þriðjudag:
Lítur út fyrir norðaustnátt með vætu norðan- og austanlands.

Mynd: Leiðin er löng. VF-mynd: Ellert Grétarsson.