Léttskýjað og hægviðri í dag
Klukkan 6 var norðvestlæg átt, víða 10-15 m/s, en 15-20 við austurströndina. Léttskýjað var sunnan- og vestanlands, en rigning eða súld norðaustan til. Hiti var 3 til 11 stig, hlýjast í Skaftafelli.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðvestlæg átt, 10-15 m/s og léttskýjað, en hægari með kvöldinu. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 í nótt.