Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað og hægviðri framundan
Föstudagur 9. febrúar 2007 kl. 09:13

Léttskýjað og hægviðri framundan

Klukkan 6 var austlæg átt, 8-13 m/s syðst, en annars mun hægari. Skýjað með köflum sunnan- og vestantil, en annars víða léttskýjað. Hlýjast var 2 stiga allvíða við suður- og vesturströndina, en kaldast 19 stiga frost í Svartárkoti í Bárðardal.
 
 
---------- Veðrið 09.02.2007 kl.09 ----------
   Reykjavík      Léttskýjað                
   Stykkishólmur  Léttskýjað                
   Bolungarvík    Skýjað                    
   Akureyri       Heiðskírt                 
   Egilsst.flugv. Léttskýjað                
   Kirkjubæjarkl. Léttskýjað                
   Stórhöfði      Hálfskýjað                
------------------------------------------------

 

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austanátt, víða 3-8 m/s og léttskýjað, en 5-10 á morgun. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.

Yfirlit
Yfir A-verðu landinu er 1011 mb hæðarhryggur, en við Hvarf er heldur minnkandi lægðardrag, sem teygir sig til austurs. Skammt vestur af Írlandi er nærri kyrrstæð 979 mb lægð.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg austlæg átt, en 8-13 m/s syðst. Skýjað og stöku él við suðurströndina, en annars yfirleitt léttskýjað. Víða talsvert frost, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina. Hvessir í kvöld og á morgun, einkum við suðurströndina og dregur úr frosti.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024