Léttskýjað og hægviðri fram á morgun
Klukkan 6 var norðaustanátt, yfirleitt 8-13 m/s. Él voru á norðanverðu landinu, en léttskýjað syðra. Hlýjast var 5 stiga hiti á Fagurhólsmýri, en kaldast 2ja stiga frost í innsveitum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en hægari á morgun. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark í nótt.
Yfirlit
500 km S af landinu er 990 mb lægð sem þokast A. Skammt NA af Hjaltlandseyjum er 982 mb lægð, einnig á austurleið.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él á norðanverðu landinu, en bjart syðra. Lægir heldur suðvestanlands á morgun. Hiti 2 til 10 stig að deginum, en víða næturfrost.
VF-mynd / Ellert Grétarsson: Séð til Kleifarvatns og Krýsuvíkur í veðurblíðunni í gær. Göngufólkið á myndinni var að koma ofan af Brennisteinsfjöllum.