Léttskýjað og hægviðri á morgun
Kl. 18 var hægviðri eða hafgola á landinu. Þokuloft var sums staðar við ströndina norðvestantil og suðaustanlands, stöku skúrir á Norðausturlandi, en annars skýjað með köflum. Hiti 10 til 15 stig á útnesjum, en annars 16 til 25 stig, hlýjast á Hjarðarlandi. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Hægviðri eða hafgola og bjartviðri, en þykknar smám saman upp norðan- og austanlands á morgun. Sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina, einkum í nótt og hætt við stöku síðdegisskúrum inn til landsins. Hiti 15 til 24 stig, hlýjast inn til landsins, en heldur svalara norðan- og austanlands á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Hægviðri eða hafgola og léttskýjað, en hætt við stöku síðdegisskúrum. Hiti 15 til 24 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum.
Hægviðri eða hafgola og bjartviðri, en þykknar smám saman upp norðan- og austanlands á morgun. Sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina, einkum í nótt og hætt við stöku síðdegisskúrum inn til landsins. Hiti 15 til 24 stig, hlýjast inn til landsins, en heldur svalara norðan- og austanlands á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Hægviðri eða hafgola og léttskýjað, en hætt við stöku síðdegisskúrum. Hiti 15 til 24 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum.