Léttskýjað og hægviðri
Klukkan 6 var norðlæg átt yfirleitt 3-8 m/s. Víða léttskýjað á sunnanverðu landinu, annars skýjað að mestu og súld á annesjum norðantil. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast á Fagurhólsmýri.
Yfirlit
A af landinu er 991 mb lægðarsvæði, sem hreyfist lítið. Skammt SSA af Hvarfi er 992 mb lægð sem hreyfist austur.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en hvassari á annesjum norðan- og vestantil í dag. Léttskýjað sunnantil, en hætt við síðdegisskúrum. Skýjað að mestu norðantil og rigning eða súld öðru hvoru, fram eftir degi. Léttir til á norðanverðu landinu á morgun. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast í uppsveitum sunnanlands, en svalast við norðurströndina.
Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Norðlæg átt 3-8 m/s og léttskýjað en hæg austlæg eða breytileg átt á morgun skýjað með köflum. Hiti 9 til 15 stig yfir daginn.