Léttskýjað og hæg suðlæg átt
Klukkan 6 var norðvestanátt, 10-18 m/s norðaustanlands, en annars hægari norðanátt. Dálítil él voru á norðanverðu landinu, en víða léttskýjað eða skýjað með köflum annars. Kaldast var 6 stiga frost á Kálfhóli og í innsveitum norðaustantil, en hlýjast 3 stiga hiti í Seley.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Minnkandi norðvestan átt og él norðaustantil í dag, en annars norðlæg átt, 5-10 m/s og léttskýjað eða skýjað með köflum. Hæg suðlæg átt og þykknar upp vestantil síðdegis, en léttir til um landið norðaustanvert seint í kvöld og nótt. Vestlæg átt, víða 5-10 og dálítil væta vestanlands á morgun, en víða léttskýjað eða skýjað með köflum austantil. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig vestanlands síðdegis, en frost víða 1 til 6 stig um landið austanvert í dag og nótt, en hlýnar á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Minnkandi norðvestan átt og él norðaustantil í dag, en annars norðlæg átt, 5-10 m/s og léttskýjað eða skýjað með köflum. Hæg suðlæg átt og þykknar upp vestantil síðdegis, en léttir til um landið norðaustanvert seint í kvöld og nótt. Vestlæg átt, víða 5-10 og dálítil væta vestanlands á morgun, en víða léttskýjað eða skýjað með köflum austantil. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig vestanlands síðdegis, en frost víða 1 til 6 stig um landið austanvert í dag og nótt, en hlýnar á morgun.