Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað næsta sólarhringinn – við frostmark í nótt
Sunnudagur 6. maí 2007 kl. 17:30

Léttskýjað næsta sólarhringinn – við frostmark í nótt

Í dag kl. 15 var norðaustanátt, víða 5-13 m/s og léttskýjað, en él á norðanverðu landinu. Hiti 1 til 10 stig, svalast á Norðausturlandi en hlýjast á Fagurhólsmýri og Klaustri.

Yfirlit
990 mb lægð 700 km SSV af Reykjanesi þokast A og grynnist. Skammt N af Orkneyjum er 983 mb lægð sem hreyfist hægt NA.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 5-13 m/s og bjartviðri S- og V-lands, en smáskúrir syðst. Dálítil él á NA- og A-landi og einnig við norðvesturströndina. Hiti 2 til 8 stig að deginum, en víða næturfrost.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun
Norðaustan 5-13 m/s og víða léttskýjað. Hiti 2 til 8 stig, en í kringum frostmark í nótt.

 

Heimild: Veðurstofa Íslands

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024