Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 3. nóvember 2003 kl. 09:32

Léttskýjað í dag

Í morgun kl. 06 var norðlæg átt, víða 10-15 m/s, en mun hægari vestast á landinu. Norðanlands var éljagangur, en léttskýjað sunnantil. Frost 0 til 9 stig, kaldast á Húsafelli.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Norðlæg átt, 10-15 m/s við norðaustur- og austurströndina, en heldur hægari vindur annars staðar. Él norðan- og norðaustanlands, en léttskýjað syðra. Vaxandi norðaustanátt sunnan- og vestanlands í nótt og þykknar upp sunnanlands. Norðaustan 15-20 m/s í fyrramálið, en hægari norðaustantil fram yfir hádegi. Snjókoma og síðar slydda eða rigning á Suður- og Austurlandi síðdegis, en úrkomulítið norðan- og vestanlands fyrir hádegi. Frost 0 til 8 stig, en hlýnandi veður á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðlæg átt, víða 8-13 m/s og léttskýjað. Hægari vindur síðdegis, en norðaustan 10-15 í nótt. Frost 0 til 7 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024