Léttskýjað í dag
Klukkan 9 voru norðvestan 8-13 m/s og él á Norðausturlandi, austan 3-8 og slydduél suðaustanlands, en annars hægari vindur. Bjartviðri var vestanlands. Hlýjast var 6 stiga hiti í innsveitum á Suðurlandi en hiti annars 0 til 4 stig.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 5-8 m/s og léttskýjað. Suðaustan 5-8 og smáskúrir á morgun. Hiti 2 til 8 stig, en kringum frostmark í nótt.