Léttskýjað í dag - þykknar upp á morgun
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað við Faxaflóa, en suðaustalægari og þykknar upp á morgun. Hiti 10 til 14 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en suðlægari og þykknar upp á morgun. Hiti 9 til 14 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en skýjað við SV-ströndina. Hiti 8 til 13 stig að deginum.
Á fimmtudag: Sunnan 8-13 m/s og rigning eða súld með köflum á V-verðu landinu, en annars bjartviðri. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast NA-til.
Á föstudag, laugardag og sunnudag: Suðaustlæg átt með vætu, en lengst af þurrviðri NA-lands. Áfram milt veður.
Á mánudag: Útlit fyrir hægviðri og skúri víða á landinu.