Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Léttskýjað í dag - stöku él á morgun
Þriðjudagur 7. desember 2010 kl. 09:03

Léttskýjað í dag - stöku él á morgun

Norðan 3-8 og léttskýjað við Faxaflóa í dag. Frost 0 til 8 stig. Sunnan 3-8 á morgun, skýjað og stöku él. Hiti kringum frostmark.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðan 3-8 og léttir til. Frost 0 til 5 stig. Sunnan 3-8 og stöku él á morgun. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga


Á fimmtudag:

Gengur í suðvestan 10-15 með rigningu eða súld, en yfirleitt hægari og úrkomulítið á austanverðu landinu. Hlýnandi veður.


Á föstudag:
Ákveðin vestanátt og víða rigning eða slydda, en hægari norðantil. Hiti 1 til 8 stig.


Á laugardag:

Suðvestlæg átt og fremur milt veður. Skýjað og lítilsháttar væta vestantil á landinu, annars léttskýjað.


Á sunnudag og mánudag:

Hæg suðlæg eða breytileg átt og úrkomulítið. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við ströndina.