Léttskýjað en nokkuð kalt í dag
Í morgun var norðaustlæg átt á landinu, víða 3-8 m/s, en 8-13 við suðurströndina. Dálítil él um landið norðaustanvert, en annars bjartviðri. Hiti frá 2 stigum niður í 6 stiga frost, mildast á Reykhólum. Í veðurspá til klukkan 18:00 á morgun gerir Veðurstofan ráð fyrir norðaustlægri átt 3-8 m/s, en heldur hvassara sunnantil í fyrstu. Dálítil él um landið norðaustanvert, en annars yfirleitt léttskýjað. Snýst í suðvestan 5-10 með lítilsháttar slyddu norðvestantil í kvöld. Gengur í suðaustan 8-13 m/s um landið suðvestanvert upp úr hádegi á morgun og þykknar upp. Suðvestlægari, skýjað og úrkomulítið norðvestantil, en fremur hæg suðlæg eða breytileg átt um landið austanvert og bjartviðri. Hiti 0 til 7 stig í dag, en vægt frost um landið norðaustanvert. Frost 0 til 7 stig í nótt, en síðan heldur hlýnandi, hiti 0 til 8 stig síðdegis á morgun, hlýjast vestanlands.