Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttskýjað
Föstudagur 14. mars 2008 kl. 09:29

Léttskýjað

Norðan 8-13 m/s og dálítil slydda eða snjókoma á NA-landi, en annars víða bjartviðri. Dregur úr vindi og léttir til í dag, en stöku él norðaustan til fram á kvöld. Hægviðri og víða bjart á morgun. Hiti 1 til 6 stig sunnanlands að deginum, en annars vægt fost.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói
Norðan 8-13 m/s og léttskýjað, en austan 5-10 á morgun. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost að næturlagi.


Veðurhorfur á landinu
Norðan 8-13 m/s og dálítil slydda eða snjókoma á NA-landi, en annars víða bjartviðri. Dregur úr vindi og léttir til í dag, en stöku él norðaustan til fram á kvöld. Hægviðri og víða bjart á morgun. Hiti 1 til 6 stig sunnanlands að deginum, en annars vægt fost.


Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (pálmasunnudagur):
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Frost 0 til 8 stig, en hiti 0 til 5 stig að deginum sunnantil á landinu.

Á mánudag:
Suðvestanátt og dálítil rigning eða slydda vestantil, en léttskýjað á SA- og A-landi. Hiti 0 til 7 stig, en vægt frost A-lands.

Á þriðjudag:
Suðvestan- og vestanátt. Dálítil rigning eða slydda, en þurrt SA-lands. Hiti 1 til 7 stig.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt, snjókoma eða él og kólnandi veður.

Á fimmtudag (skírdagur):
Minnkandi norðanátt og él N- og A-lands, en léttir til á S- og V-landi. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.