Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir til suðvestanlands
Miðvikudagur 13. júlí 2005 kl. 09:49

Léttir til suðvestanlands

Í morgun kl. 06 var suðvestan átt á landinu, hvassviðri á annesjum norðvestantil og á stöku stað á hálendinu, en annars mun hægari vindur. Bjartviðri norðvestantil og suður af Vatnajökli, en skýjað og yfirleitt þurrt annars staðar. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austfjörðum, 7 til 15 stig.

Yfir Grænlandssundi er 998 mb lægðardrag sem þokast suður og síðar austur. Langt suður í hafi er víðáttumikil 1036 mb hæð, en yfir S-Grænlandi er 1022 mb hæðarhryggur.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Minnkandi suðvestan átt. Skýjað með köflum eða bjartviðri norðan- og austantil, annars skýjað að mestu og yfirleitt þurrt. Hæg norðvestlæg átt í kvöld og nótt, léttir til suðvestanlands, en sums staðar þokuloft við norðurströndina. Snýst smám saman í vestan 5-10 m/s vestantil á morgun, en hægari vindur austantil. Bjartviðri víðast hvar. Hiti 10 til 22 stig að deginum, hlýjast í innsveitum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024