Léttir til síðdegis
Í morgun var norðaustlæg átt, 10-15 m/s við norðvesturströndina en mun hægari annars staðar. Súld eða rigning, en þurrt á S-landi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast SA-lands.
Yfirlit
Um 250 km SSA af Hornafirði er 997 mb lægð sem þokast A, en yfir Grænlandi er 1020 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestantil. Súld eða rigning með köflum, einkum NA- og A-lands en úrkomulítið á S og SV-landi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnantil. Norðan 8-13 á morgun. Rigning á N- og A-landi en bjartviðri S- og SV-lands. Heldur kólnandi veður.
(veðurkort kl. 9 í morgun)