Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir til síðdegis - hiti nálægt frostmarki
Þriðjudagur 13. nóvember 2007 kl. 09:13

Léttir til síðdegis - hiti nálægt frostmarki

Í morgun kl. 6 var vestlæg átt, víða 5-10 m/s, en norðan 3-8 á Vestfjörðum. Léttskýjað var suðaustantil, en annars staðar skýjað og sums staðar lítilsháttar rigning. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Austfjörðum.

Faxaflói
Norðvestan 5-13 m/s og skýjað en úrkomulítið. Hægari norðanátt og léttir heldur til síðdegis. Suðaustan 5-8 með súld á morgun. Hiti nálægt frostmarki í dag, frystir í uppsveitum í kvöld, en hlánar á morgun.

Veðurhorfur á landinu
Norðan 5-10 m/s norðvestantil, en annars vestanátt, 5-13 m/s og hvassast syðst. Dálítil él á annesjum norðvestanlands, léttskýjað suðaustanlands, en annars skýjað en úrkomulítið. Lægir og léttir víða til þegar kemur fram á daginn, en stíf vestanátt og stöku él á annesjum NA-lands fram á kvöld. Fer hægt kólnandi, frystir víða í kvöld og nótt. Suðaustan 3-10 með súld á morgun og hlánar, en dálítil snjókoma síðdegis fyrir norðan og minnkandi frost.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Vestlæg átt á fimmtudag og föstudag og vætusamt, en úrkomulítið austanlands. Kólnar á föstudag. Á laugardag verður hvöss norðvestanátt og él, en léttir til sunnan- og vestanlands. Frost um allt land. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir vestanátt með slyddu eða rigningu og hlánar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024