Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir til og frystir
Mánudagur 3. janúar 2011 kl. 08:48

Léttir til og frystir

Vestlæg átt við Faxaflóa, 3-8, dálítl súld í fyrstu annars úrkomulítið. Hiti 2 til 6 stig. Gengur í norðan 8-15 eftir hádegi, léttir til og frystir. Lægir heldur síðdegis á morgun og frost 0 til 7 stig, kaldast til landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg vestlæg átt og skýjað en þurrt að mestu. Snýst í norðan 8-13 síðdegis. Frystir í dag, og frost 0 til 5 stig á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Vaxandi norðan- og norðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis. Léttskýjað S- og V-lands, en él á N- og A-landi. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:
Norðan 10-18 og snjókoma eða él, en þurrt og bjart S-lands. Frost víða á bilinu 7 til 15 stig.

Á föstudag:
Ákveðin norðaustanátt. Snjókoma um austanvert landið og él norðvestantil, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum N- og A-lands. Kalt í veðri.