Léttir til með deginum
Klukkan 6 voru norðvestan 5-10 m/s og él vestast á landinu, en suðaustan 8-15 og rigning austast. Annars staðar hæg breytileg átt, þurrt og víða bjart veður. Hiti var frá 5 stigum austanlands niður í 8 stiga frost á Húsafelli.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðvestan 3-8 m/s og él, en hægari og léttir til eftir hádegi. Vaxandi austanátt í nótt. Hiti 0 til 4 stig, en dálítið frost í uppsveitum fram eftir degi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðvestan 3-8 m/s og él, en hægari og léttir til eftir hádegi. Vaxandi austanátt í nótt. Hiti 0 til 4 stig, en dálítið frost í uppsveitum fram eftir degi.