Léttir til í kvöld
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Norðaustan 10-15 m/s og dálítil væta, en léttir til í kvöld. Lægir á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan og síðar norðaustan 8-13 m/s, skýjað og dálítil væta öðru hverju. Léttir til í kvöld og lægir á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Norðaustan 5-10 m/s og víða rigning eða slydda N- og A-lands, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.
Á sunnudag:
Hægt vaxandi suðaustanátt og skýjað, 13-18 m/s og rigning S- og V-lands um kvöldið en hægari og þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Sunnanátt og vætusamt, en léttir til N-lands. Hiti 5 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt og víða skúrir, en léttskýjað A-lands. Hiti svipaður.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustanátt og milt veður. Víða rigning, en líklega úrkomulítið fyrir norðan.