Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir til í kvöld
Laugardagur 19. janúar 2008 kl. 13:30

Léttir til í kvöld

Veðurhorfur við Faxaflóa
Vestan 8-13 m/s og él, en hægari norðvestanátt og léttir til seint í kvöld. Norðlæg átt, 3-8 og léttskýjað á morgun. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Spá gerð: 19.01.2008 12:38. Gildir til: 20.01.2008 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Austlæg átt, 8-13 m/s og él við suðurströndina, en annars hægara og skýjað með köflum. Frost víða 1 til 6 stig, en frostlaust úti við suður- og vesturströndina.

Á þriðjudag:
Suðaustan 18-23 m/s og slydda, en síðar rigning sunnan- og vestanlands, en hægara og úrkomulítið norðaustan til. Snýst í suðvestan 18-23 með éljum um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Suðlæg átt og snjókoma eða él, en bjart á köflum norðaustanlands. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 19.01.2008 08:16. Gildir til: 26.01.2008 12:00.

VF-mynd/elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024