Léttir til í kvöld
Búist er við stormi á norðvestanverðu landinu til kvölds. Norðaustanátt, víða 20-25 m/s norðvestantil, en annars mun hægari. Snjókoma eða él norðvestanlands, en rigning eða slydda í öðrum landshlutum. Dregur heldur úr vindi í kvöld og léttir til suðvestanlands. Norðaustan 13-18 m/s norðvestanlands á morgun, en annars yfirleitt 5-10. Snjókoma eða slydda um norðanvert landið, en skýjað með köflum sunnantil. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig, en vægt frost norðanlands á morgun.