Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir til í dag
Mánudagur 25. júlí 2005 kl. 09:47

Léttir til í dag

Í morgun kl. 06 var norðlæg átt, víða 3-8 m/s, skýjað og súld eða dálítil rigning við norðurströndina. Hiti 5 til 17 stig, hlýjast á Kirkjubæjarklaustri og Skarðsfjöruvita.

Yfirlit: Um 700 km SV af Reykjanesi er 1025 mb hæð, en við suðausturströndina er 1010 mb smálægð og grunnt lægðardrag er fyrir norðaustan land.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt, gola eða kaldi. Víða bjartviðri sunnanlands, en skýjað annars staðar og dálítil súld við norður- og austurströndina. Hiti 8 til 23 stig, hlýjast á Suðurlandi. Hæg norðaustanátt á morgun og víða léttskýjað, en þokuloft á annesjum norðan- og austanlands og dálítil súld við suðurströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast vestanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðvestan 3-8 m/s og léttir víða til í dag. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum.

Myndin: Rauður himinn í Reykjanesbæ á föstudagskvöldið síðasta. Vonandi að við fáum þetta veður aftur í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024