Léttir til í dag
Austan og norðaustan 8-10 m/s og væta af og til við Faxaflóa. Lægir síðdegis og styttir upp. Hæg norðlæg átt og léttskýjað á morgun. Hiti 7 til 12 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
		Austan 5-10 m/s og dálítil væta með köflum. Lægir smám saman og styttir upp síðdegis. Hægviðri og léttskýjað á morgun. Hiti 7 til 12 stig að deginum.
		 
Veðurhorfur á landinu næstu daga
	Á þriðjudag:
	Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjartviðri, en skýjað við N- og A-ströndina. Hiti 4 til 12 stig að deginum, hlýjast syðst.
	
	Á miðvikudag:
	Fremur hæg suðvestanátt og dálítil rigning, en yfirleitt þurrt á A-verðu landinu. Hiti 6 til 12 stig.
	
	Á fimmtudag:
	Norðaustan 5-13 m/s, hvassast vestantil. Rigning víða um land. Hiti 4 til 10 stig.
	
	Á föstudag:
	Ákveðin norðan átt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Heldur kólnandi veður.
	
	Á laugardag og sunnudag:
	Útlit fyrir norðaustlæga átt. Skýjað með köflum og úrkomulítið og fremur svalt í veðri.

	
			

						
						
						
						
						
						
