Léttir til í dag
 Það verður austlæg átt við Faxaflóann í dag, 10-15 m/s og slydda með köflum. Norðlægari og léttir til seint í dag. Norðaustan 5-10 og léttskýjað á morgun. Hiti 0 til 5 stig að deginum.
Það verður austlæg átt við Faxaflóann í dag, 10-15 m/s og slydda með köflum. Norðlægari og léttir til seint í dag. Norðaustan 5-10 og léttskýjað á morgun. Hiti 0 til 5 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg norðlæg átt og víða bjartviðri, en stöku él norðaustan- og austanlands. Frost 1 til 8 stig, en um frostmark suðvestantil. 
Á mánudag og þriðjudag:
Breytileg átt og smáskúrir eða él, einkum vestantil. Hlýnar lítið eitt í veðri. 
Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með éljum fyrir norðan og kólnandi veðri.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				