Léttir til í dag
Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Hæg vestlæg átt, skýjað en þurrt að kalla. Norðlægari með morgninum og léttir smám saman til. Norðan 5-10 síðdegis og á morgun og léttskýjað. Hiti 12 til 18 stig.
Spá gerð 25.06.2007 kl. 06:43
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: NA 5-10 m/s, en N 10-15 við A-ströndina. Léttskýjað S- og V-lands, en annars skýjað. Hiti 12 til 17 stig, en talsvert svalara NA- og A-lands. Á fimmtudag: Lægir og léttir til. Fer heldur hlýnandi NA- og A-lands, en hiti annars svipaður. Á föstudag, laugardag og sunnudag: Hægviðri eða hafgola og víða bjart veður. Fremur hlýtt.
Spá gerð 25.06.2007 kl. 08:28
Af www.vedur.is
VF-mynd/elg